Hingað og þangað

My blogg

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Þetta fær mikla spilun á mínu heimili:

miðvikudagur, október 31, 2007

þriðjudagur, október 30, 2007

Október

Helgin að baki og októbermánuður nánast liðinn, tíminn flýgur! Á föstudag var októberfest í vinnunni þar sem mér tókst að skemmta mér vel. Margir bjórar og góður söngur, já eða ekki, leiðin lá meðal annars á Ölver þar sem lagið var tekið, sem betur fer tæmdist staðurinn ekki við minn ofurfagra söng.

Á laugardeginum var ég eilítið lúinn, sennilega ekki óeðlilegt miðað við hátt 11 tíma fjör daginn áður (17-04). Mætti í innflutningspartý um kvöldið þar sem mér áskotnaðist karaokí útgáfan af laginu góða þannig að núna get ég æft mig, ekki veitir af! Ef þið haldið að ég hafi dottið í það tvo dag í röð, ó nei, ég er eiginlega orðinn of gamall fyrir slíkt.

Mætti eldsprækur í knattspyrnu á sunnudagskvöldi og var að klæða mig í gallann þegar ég tek eftir því að skóútbúnaðurinn er ekki eins og hann á að vera, einn innanhússkór og einn takkaskór, kemur sér ekki vel í innanhúsknattspyrnu, það var því ekkert annað í stöðunni en að bruna og ná í skóinn góða, sýnir hvað maður getur nú verið utan við sig.

Nú er sannarlega kominn vetur í Kópavoginum en ég legg nú ekki í að bíða í margar klukkustundir eftir því að fá að skella vetrardekkjunum undir, ég hef ekki þolinmæði í svona langa bið. Sumardekkinn í nokkrar vikur í viðbót og þá verður lítið um að vera á dekkjaverkstæðunum, ekkert mál, sjö-níu-þréttan.

Á svona vetrardögum er lítið gert af því að hlaupa úti, meira mætt í ræktina og knattspyrna spiluð.

þriðjudagur, október 23, 2007

Dr. Phil

Þó það sé kannski ekki auðvelt að viðurkenna það þá finnst mér oft alveg ótrúlega lúmskt gaman að fylgjast með honum Dr. Phil, kallinn er bara nokkuð skynsamur! Ýmislegt hægt að læra af þessum þáttum. Í dag var hjá honum kona sem átti von á barni með giftum manni, ekki auðveld staða sem hún er búin að koma sér í.

sunnudagur, október 07, 2007

Just can't get enough Lagið sem fékk mig til þess að kaupa minn fyrsta geisladisk með Depeche Mode, það er ekki aftur snúið! . Myndbandið er orðið töluvert gamaldags, enda 26 ár langur tími!



Það er vinsælt að nota þetta lag í auglýsingar, samanber Glitnis auglýsingu sem er í gangi núna, sú er hinsvegar ekki nándar nærri eins hallærisleg og þessi hérna:




Jay Leno gerir skemmtilegt grín af auglýsingunni:

Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október

Þessi isti er uppá veggnum fyrir framan mig í vinnunni:



Maður getur ekki annað en gert sitt besta til að fylgja þessu, það er ótrúlegt hvað hugarfarið getur skipt miklu máli, hlutirnir verða sjálfkrafa auðveldari ef maður reynir að temja sér jákvætt hugarfar en erfið viðfangsefni í lífinu verða alltaf til staðar, það breytist aldrei.

laugardagur, september 29, 2007

Hlaup

Nú er mikil hlaupavakning í fyrirtækinu mínu, Bibba skipuleggur hlaupahóp og sér um að aðstoða fólk af sinni einskærru snilld. Nú kemur fólk af og til inn í selluna okkar og biðst afsökunar yfir því að komast ekki út að hlaupa. Það er greinilegt að hún er að ná vel til hópsins :)

miðvikudagur, september 26, 2007

10 ár

Það hefur ýmislegt breyst á 10 árum, já eða reyndar flest. Um helgina var haldið reunion í tilefni þess að það eru 10 ár síðan ég útskrifaðist úr Versló. Mætingin var í kringum 30-40% af liðinu og saknaði maður nokkura gamalla kunningja en náði samt ágætu sambandi við aðra gamla. Á sínum tíma stóð valið á milli þess að fara í Flensborg eða Versló, ég sé sko alls ekki eftir því að hafa farið í Versló, þarna lærði ég heilmikið og kynntist góðu fólki. Ég er einnig á því að með því að vera í bekkjarkerfi myndist meiri samstaða og auðveldara sé að eignast góða vini.

Mætti á Glitnisæfingu í dag í fyrsta skipti eftir Reykjavíkurmaraþonið, ég er nú samt búinn að vera duglegur að hreyfa mig, fótbolti 3-4 í viku og svo er ég kominn með árskort í Sporthúsið þannig að það er af nógu að taka. Á dagskránni voru sprettir, þar sem Bibba og Ásgeir fóru með sterkari hópnum þá þýddi auðvitað ekkert annað en að fylgja þeim. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé mjög sterkur hópur og varð ég að sætta mig við að vera með þeim síðustu. Hressandi æfing á góðum haustdegi. Synd að ég skyldi ekki komast hring á undan Bibbu :)

Framundan er hjartadagshlaupið og geðhlaupið og ætla ég nú að mæta í a.m.k. annað þeirra.

föstudagur, september 14, 2007

Gvuð hvað ég vildi að það væri búin til svona flott músik í dag....

Sá sem veit í hvaða borg þetta er tekið fær eitt bónusstig :)

þriðjudagur, september 04, 2007

Lífsreglur

Lífsreglunar, hollt og gott fyrir alla að sjá! Hver segir svo að það hafi ekki komið sér vel að horfa á teiknimyndir í gamla daga :)

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Menningarnótt

Vaknaði um sjöleytið um morguninn því það er nauðsynlegt að fá einhverja orku áður en haldið er í 10km hlaup. Langaði helst að fara að sofa strax aftur og vakna um hádegið en lét það nú ekki eftir mér. Fannst eins og það væri soldið kalt úti, allavega var mér kalt inni og þá kemur Hugar flísteppið sér vel! Þegar ég kom út þá blasti þetta frábæra veður við, alls ekkert kalt. Keppnisandinn var hinsvegar víðsfjarri í dag, hljóp þessa 10km á 56:53 og veit að ég get gert mun betur en samt sem áður skemmtilegt hlaup í frábæru veðri og frábærri stemningu.

Tók því rólega framan af degi en mætti svo niðrí bæ um kvöldmatarleytið. Guðbergur bauð uppá pylsur, náði m.a. Magna á Miklatúninu, frábærri flugeldasýningu, þrítugsafmæli og í stað þess að drekka bjór þá renndi ég niður tonni af sælgæti með góðri lyst!

Hér er ég í hlaupinu í gær.

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Another day at the office...

Mætti í vinnu í dag eftir ca. 3 vikna sumarfrí, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Það er samt ljúft þannig séð að vera kominn í sæmilega rútínu aftur, því það er ótrúlegt hvað letin getur heltekið mann á köflum! Ég er ekki frá því að það sé bara fínt að vera kominn aftur.

Svona leysi ég sum vandamálin í vinnunni